Slasaðist við Háafoss

Á öðrum tímanum í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna göngumanns sem slasaðist við Háafoss í Þjórsárdal.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hrasaði maðurinn og slasaðist en björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang og var maðurinn fluttur á sjúkrahús.

Skömmu síðar fengu björgunarsveitir útkall vegna kafara sem hafði ekki skilað sér upp úr Silfru á Þingvöllum. Hann kom hins vegar á land skömmu síðar, áður en björgunarsveitir voru komnar á vettvang, og amaði ekkert að honum.

Fyrri greinÆgir tapaði en fór upp um sæti
Næsta greinBryggjuhátíðin fór vel fram