Slasaðist í vélsleðaslysi

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar að Langjökli um miðjan dag í dag þar sem kona hafði slasast í vélsleðaslysi.

Síðar kom í ljós að konan var minna slösuð en talið var í fyrstu og var því dregið úr viðbragði björgunarsveitanna.

Björgunarsveitir úr uppsveitunum sóttu konuna í Skálpanes og fluttu hana til baka að sjúkrabíl sem beið við malbiksenda á Kjalvegi.

Meiðsli konunnar eru ekki ljós en talið er að hún hafi lent undir vélsleðanum.

Fyrri greinMögnuð tilþrif á ÓB-mótinu
Næsta greinÁrbakki skemmtilegasta gatan á Selfossi