Slasaðist í stiganum við Skógafoss

Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út um klukkan 18 í dag vegna erlendrar ferðakonu sem slasaðist við Skógafoss.

Var hún þá stödd efst í stiganum sem liggur upp með fossinum og er talið að hún hafi ökklabrotnað.

Björgunarsveitin bjó um konuna og bar hana niður stigann niður á jafnsléttu þar sem sjúkrabíll beið þess að flytja hana á sjúkrahúsið á Selfossi.

Fyrri greinSama ættin á Teygingalæk í 150 ár
Næsta greinÞarf að hafa einhverja sérstöðu