Slasaðist í mótorhjólaárekstri

Franskur ferðamaður sem var á ferð á mótorhjóli á Sprengisandsleið í kvöld slasaðist þegar lenti í árekstri við annað hjól svo maðurinn féll af hjóli sínu.

Björgunarsveit í hálendisvakt björgunarsveitanna fór strax á staðinn og var maðurinn fluttur í skálann í Nýjadal.

Áverkar mannsins voru það miklir að ákveðið var að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar og lenti hún í Nýjadal um 22:15 og flutti manninn á slysadeild í Reykjavík.