Slasaðist í hellaskoðun

Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri er nú á leið að Miklafelli í Eldhrauni til aðstoða konu er slasaðist í hellaskoðun.

Konan féll og hlaut höfuðáverka en ekki er á þessari stundu vitað um hversu alvarlegir þeir eru. Læknir fer með björgunarsveit á slysstað.

Einnig er búið að kalla út þyrlu LHG og fara fjallabjörgunarmenn frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu með henni á staðinn, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.