Slasaðist í bílveltu

Ökumaður bifreiðar var fluttur slasaður á höfði og baki á slysadeild í Reykjavík eftir bílveltu skammt austan við Selfoss síðdegis í dag.

Ökumaðurinn missti stjórn á bíl sínum í fljúgandi hálku. Með í bílnum var hundur mannsins og slapp hann ómeiddur að sögn lögreglu.

Lögreglan rannsakar tildrög slyssins sem talin eru tengjast framúrakstri.