Slasaðist í bílveltu

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandsvegi í Hveradalabrekkunni um klukkan átta í morgun.

Þrír sjúkrabílar frá Selfossi og Reykjavík fóru á vettvang ásamt lögreglu og klippubíl frá slökkviliðinu í Hveragerði.

Ekki var talið að meiðsli þess slasaða væru alvarleg en hann var fluttur á slysadeild í Reykjavík. Bifreiðin er ónýt.

Lögreglan á Selfossi rannsakar tildrög slyssins.