Slasaðist í bílveltu

Fólksbíll valt á miðri Hellisheiði rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Ökumaðurinn, sem var á suðurleið, var einn í bílnum og slasaðist hann nokkuð.

Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg, en hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans til skoðunar.

Tækjabíll Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði var kallaður út vegna slyssins en aðstoð hans var síðan afturkölluð þar sem ökumaðurinn var ekki fastur í bílnum.