Slasaðist í árekstri

Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir harðan árekstur við flutningabíl á Suðurlandsvegi, austan við Litlu kaffistofuna laust fyrir klukkan hálftíu í morgun.

Tildrög slyssins eru ekki ljós en bílarnir voru báðir á austurleið. Í fyrstu var talið að maðurinn væri fastur í fólksbílnum og var tækjabíll frá Brunavörnum Árnessýslu í Hveragerði kallaður á vettvang. Honum var síðan snúið við þegar maðurinn var kominn út úr bílnum. Fólksbíllinn er mikið skemmdur og óökufær eftir óhappið.

Fyrri greinHátíð í bæ í kvöld
Næsta greinSelfyssingar héraðsmeistarar í taekwondo