Slasaðist alvarlega við Hamragarða

Bresk kona á fimmtugs aldri slasaðist alvarlega þegar hún féll niður í grýtt gil við Hamragarða, skammt frá Seljalandsfossi, síðdegis í dag.

Hópur erlendra ferðamanna var þar á göngu þegar konan féll niður í gilið og hrapaði 5-6 metra.

Sjúkrabíll flutti konuna til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem lenti við Þjórsárbrú um klukkan hálf fimm. Þyrlan lenti svo með konuna við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan sex.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er konan fótbrotin á báðum fótum og með innvortis meiðsli.