Slasaðist alvarlega í bílveltu

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í kvöld þungaða konu sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi austan við Múlakvísl í Mýrdal.

Tvennt var í bílnum sem fór útaf veginum og valt uppúr klukkan níu í kvöld.

Meiðsli konunnar eru ekki talin lífshættuleg en hún er barnshafandi og því var óskað eftir flutningi með þyrlu á spítala.

Lögreglan á Hvolsvelli er á vettvangi og rannsakar tildrög slyssins.

Uppfært 23:34