Slasaðist á Kjalvegi

Björgunarsveitin Eyvindur á Flúðum var kölluð út í kvöld þegar tilkynning barst um slasaðan vélsleðamann við Innriskúta á Kjalvegi.

Maðurinn, sem var á ferð með tveimur félögum sínum, var meiddur á fæti.

Björgunarsveitin fór á staðinn, með sjúkraflutningamenn með sér, og óku félagar mannsins með hann á móti björgunarliðinu. Hann var svo fluttur af björgunarsveitinni til byggða. Reyndust meiðsli hans ekki vera alvarleg.