Slapp vel úr veltu

Ökumaður fólksbifreiðar slapp með skrekkinn þegar bifreið hans fór margar veltur út fyrir veg til móts við Rauðafell undir Eyjafjöllum síðdegis í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli fór bíllinn rúmlega þrjár veltur og hafnaði á hliðinni ofan í skurði.

Ökumaðurinn, sem var einn á ferð, var fluttur með sjúkrabíl á Landsspítalann í Fossvogi.

Að sögn lögreglu slapp hann ótrúlega vel og er ekki talinn alvarlega slasaður en hann var í öryggisbelti. Bifreiðin er ónýt.