Slapp vel úr bílveltu

Ökumaður slapp án teljandi meiðsla þegar bíll hans valt við Landvegamót í morgun. Ökumaðurinn var einn í bílnum en hann missti stjórn á bílnum á hálkubletti.

Í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli kemur fram að áramótin hafi farið vel fram og án teljandi slysa.

Skráð voru alls 88 mál þessa viku hjá lögreglunni á Hvolsvelli og þar af voru tólf stöðvaðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Sá sem hraðast ók var á 134 km hraða í Eldhrauninu vestan við Kirkjubæjarklaustur.

Fyrri greinLeitað að sjónarvottum
Næsta greinGrjótfok við Svaðbælisá