Slapp ómeiddur úr bílveltu

Bíll valt á Þrengslavegi í hálku og lélegri færð á þriðja tímanum í dag. Ökumaðurinn var einn á ferð og slapp ómeiddur.

Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum við Meitilstagl og fór bíllinn eina veltu og endaði á toppnum en vegfarendur hjálpuðu ökumanninum út úr bílnum. Hann fékk að fara heim að lokinni skoðun sjúkraflutningamanna á vettvangi.

Fyrri greinÍ tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun
Næsta greinBók um fjármál fyrir ungt fólk