Slapp með minniháttar meiðsli

Ökumaður fólksbifreiðar slapp með minniháttar meiðsli eftir að hafa velt bíl sínum út fyrir Eyrarbakkaveg í kvöld.

Slysið átti sér stað á ellefta tímanum við afleggjarann í Tjarnarbyggð. Bifreiðin endastakkst útaf veginum og hafnaði ofan í skurði.

Ökumaðurinn var einn á ferð og var hann fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Ekki er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu.