Slæm veðurspá við gosstöðvarnar

Með kvöldinu fer að hvessa af austri og þykkna upp á svæðinu við Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul og í Þórsmörk. Í nótt bætir í vind og snemma í fyrramálið er reiknað með að vindur verði kominn í 15-18 m/s með snjókomu.

Veður á svo að versna enn þegar líður á morgundaginn. Almannavarnir benda fólki á að veður getur breyst mjög snögglega á fjöllum og gjarnan orðið mun verra en spáð er.

Á undanförnum dögum hefur það sýnt sig að ekki þarf mikinn vind til að færð á Mýrdalsjökli spillist fljótt. Nú er talið að færð þar henti ekki bílum á minni dekkjum en 38 tommum.

Fyrri greinSinubruni í Þykkvabænum
Næsta greinGusa í Hvanná