Slæmt ferðaveður undir Eyjafjöllum

Lögreglan á Hvolsvelli varar vegfarendur á Suðurlandsvegi við slæmu ferðaveðri undir Eyjafjöllum.

Þar er að hvessa töluvert, ásamt því sem töluverðri úrkomu sé spáð. Því má búast við mikilli hálku og erfiðu færi.

Fólki er bent á að fylgjast með upplýsingum um færð og veður á heimasíðu Vegagerðarinnar (www.vegagerdin.is) og leita upplýsinga í síma 1777 sem er þjónustusími Vegagerðarinnar.