Skýrist af sam­drætti tekjustofna

Ofáætlaðar tekjur hafa valdið því að nokkur halli verður á reikn­ingum Mýrdalshrepps á yfirstand­andi ári.

Sveitastjórn hefur tekið til meðferðar tillögu að endur­skoð­aðri fjárhagsáætlun Mýrdalshrepps þar sem kemur fram að rekstar­niðurstaða A og B hluta er nei­kvæð um 9,7 milljónir króna. Að sögn Ásgeirs Magnússonar sveitar­stjóra gæti þessi tala átt eftir að hækka eitthvað.

,,Ætli samdrátturinn skýrist ekki aðallega af tekjusamdrætti, fólksfækkun og lægri tekjur hafa áhrif á útsvarið. Einnig hefur kostnaður orðið heldur hærri,“ sagði Ásgeir. Þess má geta að niðurstöðutölur efnahagsreikn­ingsins gera nú ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins á yfirstandandi ári verði kr. 469.693.000.