Skyrgámur og bræður hans í stuði

Það var líf og fjör á jólatorginu í Sigtúnsgarðinum á Selfossi í dag þegar jólasveinarnir í Ingólfsfjalli heimsóttu börnin á Selfossi.

Eins og venjulega komu sveinarnir akandi yfir Ölfusárbrú uppi á þaki á fjallarútubíl og fengu þeir góðar mótttökur í jólagarðinum þar sem fjöldi fólks var saman kominn.

Karlakór Selfoss söng áður en sveinarnir renndu í hlað og eftir að Gluggagægir og bræður hans höfðu lokið við að syngja með börnunum þá steig Daníel Haukur á stokk og söng nokkur lög. Söluskúrarnir í jólagarðinum voru opnir og öllum var boðið upp á heitt kakó.

Veðrið lék við jólasveinana en talsvert hefur snjóað á Selfossi í logninu í dag. Það gerði hins vegar hlé á úrkomunni á meðan sveinarnir sprelluðu þannig að veðrið var eins og fólk gat best hugsað sér.

Fyrri greinHyggur á útflutning á sandi
Næsta greinHressir fimleikadvergar