Skyndibitakóngar í ferðaþjónustuverkefni

Félag í eigu þeirra Sigmars Vilhjálmssonar, sem stundum er kenndur við Hamborgarafabrikkuna og Skúla Gunnars Sigfússsonar, eiganda Subway á Íslandi, hyggst ráðast í umfangsmikla uppbyggingu ferðaþjónustuverkefnis á Hvolsvelli.

Hafa þeir þegar átt viðræður við fulltrúa sveitarstjórnar í tengslum við staðsetningu á byggingum tengdu verkefninu.

Horfa þeir félagar til uppbyggingar ferðaþjónustusvæðis til lengri tíma sem felur í sér umtalsverða fjárfestingu, að því er Sunnlenska hefur fengið staðfest.