Skutlast í og úr Landeyjahöfn

Nokkrir framtakssamir Eyjamenn hafa tekið höndum saman um að koma á þjónustu við þá sem þurfa skutl milli Landeyjahafnar og Reykjavíkur.

Fólk getur þannig sameinast í einkabílum og deilt kostnaði við aksturinn.

Þetta er hugsað sem viðbót við þá þjónustu sem veitt verður af rútum, sem aka til og frá Landeyjahöfn. Sett hefur verið upp vefsíða til að sinna þessari þjónustu á slóðinni www.eyjaskutl.is.

Eyjafréttir greina frá þessu.