Skúta í neyð undan Meðallandssandi

Kl. 12:20 voru björgunarveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suður- og Austurlandi og björgunarskipin á Höfn og Vestmannaeyjum kölluð út vegna skútu í vandræðum rétt undan Meðallandssandi.

Skútan er með rifin segl en hefur þó einhverja stjórn. Vegna óhagstæðrar vindáttar og ótta um að skútan reki upp var ákveðið að senda björgunarsveitir frá Kirkjubæjarklaustri og Skaftártungu landleiðina staðinn.

Einnig er búið að kalla út þyrlu frá Landhelgisgæslunni.

Um 80 sjómílur er fyrir björgunarskipin að sigla á staðinn frá Höfn og Vestmannaeyjum og því ekki er búist við að þau verði komin þangað fyrr en eftir fimm til sex klukkustundir.

UPPFÆRT kl. 14:27: Skútan er búin að koma upp stórsegli og er á siglingu frá landi. Búð er að afturkalla björgunarsveitir og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landbjargar nema Þór björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Vestmanneyjum sem mun fylgja fylgja skútunni til Vestmanneyja.