Skuldirnar lækka í Bláskógabyggð

„Síðustu ár hefur rekstur Bláskógabyggðar verið að styrkjast í takt við þær áætlanir sem sveitarstjórn hefur lagt til grundvallar og haft sem megin markmið. Það hafa allir stjórnendur Bláskógabyggðar unnið markvisst að því að áætlanir standist og markmiðum náð.“

Þetta segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, um rekstrarniðurstöðu á ársreikningum Bláskógabyggðar á síðasta ári. Um 91 milljón króna afgangur var á rekstrinum í fyrra og er skuldahlutfallið komið niður fyrir 70 prósent.

Að sögn Valtýs hefur verið lögð áhersla á að greiða niður skuldir og bæta lausafjárstöðu sveitarsjóðs. „Þessar áætlanir hafa gengið eftir á undarförnum árum sem er að skila þeim árangri að rekstur sveitarfélagsins hefur gengið betur með ári hverju,“ segir Valtýr.

Hann segir að bætt fjárhagstaða gefi sveitarfélaginu tækifæri til framkvæmda á næstu misserum. „Þar má að hluta þakka stöðugleika í hagkerfinu og lágri verðbólgu

Áfram er gert ráð fyrir tekjuafgangi og að skuldir verði lækkaðar enn frekar árið 2015.

Fyrri greinHarpa og Heiðar sigruðu á vormótinu
Næsta greinFimm systkini í skólanum og mamman kennir