Skuldir og tekjur aukast

Ætlað er að ríflega tíu milljón króna afgangur verði á rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og stofnunum þess á þessu ári, samkvæmt fjárhagsáætlun 2015 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í desember.

Áætlunin gerir ráð fyrir því að ríflega tíu milljón króna afgangur verði af rekstri á árinu 2015, þ.e. eftir fjármagnsgjöld, afskriftir og skatta. Er því um að ræða fimmta árið í röð þar sem gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu af rekstri sveitarfélagsins.

Áætlunin gerir ráð fyrir að skuldir við lánastofnanir verði 7,4 milljarðar við lok næsta árs, en að auki eru lífeyrisskuldbindingar um þrír milljarðar. Ætlað er að skuldahlutfall verði áfram undir viðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Rekstrarútgjöld hækka umtalsvert milli ára og gætir þar verulegra áhrifa af kjarasamningsbundnum launahækkunum sem falla til á síðari hluta ársins 2014 og á árinu 2015.

Sem dæmi má nefna hækka rekstrargjöld vegna fræðslu- og uppeldismála um 330 milljónir króna frá áætlun 2014, með viðauka, til fjárhagsáætlunar 2015. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsgjöld og skatta er áætlaður 390 milljónir króna.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri grein„Drengirnir geta verið stoltir af þessu afreki“
Næsta greinÍslandshótel kaupir Hótel Heklu