Skrítnir fuglar í Flóanum

Hún er skrítin verkaskiptingin í hænsnakofanum á Höfðatúni í Flóahreppi þar sem læðan Loppa liggur á eggjum.

Loppa liggur reyndar ekki reglulega á, heldur laumaðist inn í kofann í þetta skiptið, lagðist upp í varpkassann og beið þar eftir mús til að góma.

Þetta var sjónin sem blasti við Þóreyju á Höfðatúni þegar hún fór að sækja eggin og náði þessari skemmtilegu mynd af Loppu.