Skrifstofa Skaftárhrepps opnar á nýjum stað

Skrifstofa Skaftárhrepps er lokuð á mánudag og þriðjudag í þessari viku vegna flutninga. Hún mun opna á loftinu í Kirkjuhvoli á miðvikudagsmorgun.

Sveitarstjórn samþykkti í haust að auglýsa hreppskrifstofuna að Klausturvegi 15 til sölu í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og í von um að skrifstofa sveitarfélagsins geti innan fárra ára flutt í Þekkingarsetrið sem til stendur að reisa á Kirkjubæjarklaustri.

Á meðan beðið er eftir Þekkingarsetrinu verður skrifstofan til húsa uppi á lofti í félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Sömu símanúmer munu gilda áfram á skrifstofunni og opnunartíminn verður óbreyttur.

Fyrri greinForeldrafélagið gaf leikskólunum peningagjöf
Næsta greinSkaftárhreppur og Hornafjörður saman um náttúrustofu