Skrásetja öll sorpílát í sveitarfélaginu

Sorptunnur í Árborg. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá þjónustuveri Árborgar, að skrásetja skyldi allar sorptunnur í sveitarfélaginu.

Þetta var fyrsta skrásetningin er gerð var og er hún hluti af vinnu við breytingar á sorphirðu, sem taka mun gildi á næsta ári. Í tilkynningu frá Árborg kemur fram að nauðsynlegt sé að sveitarfélagið eigi til uppfærða skrá um magn íláta sem eru í notkun.

Starfsmenn Árborgar munu sjá um að telja tunnurnar og mun talningin í flestum tilfellum geta farið fram án þess að íbúar verði þess varir.

Fyrri greinIngi aðstoðar Dino á Selfossi
Næsta greinHeiða Ösp ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs