Skráning hafin í prófkjör Pírata

Smári McCarthy er þingmaður Pírata í Suðurkjördæmi.

Skráning í prófkjör Pírata hófst um helgina og stendur yfir til 3. mars, en þann dag hefst jafnframt prófkjörið sjálft á kosningavef Pírata.

Prófkjörinu lýkur 13. mars og mun þá liggja fyrir hver verða í framboði fyrir Pírata í komandi alþingiskosningum.

Hver sem er getur boðið sig fram í prófkjörinu, en enn sem komið hefur enginn skráð sig í prófkjörið í Suðurkjördæmi. Smári McCarthy, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, var oddviti Pírata í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum.

Allir meðlimir Pírata sem hafa kosningarétt í næstu alþingiskosningum geta boðið sig fram í prófkjörum Pírata, hvar sem er á landinu.

Fyrri greinSelfyssingarnir með stórleik
Næsta greinLeikskólinn Leikholt flytur að Blesastöðum