Skotmaður slasaðist á Hafnarnesi

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út nú rétt eftir klukkan fimm þegar tilkynning barst um slasaðan mann í fjörunni utan við Þorlákshöfn.

Maðurinn var við skotæfingar á berginu syðst á Hafnarnesi en féll ofan í fjöru og hlaut við það opið beinbrot á læri.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin áleiðis á slysstað og björgunarsveitir bera manninn þangað sem hægt er að koma honum um borð.

Fyrri greinÖssur les úr Ári drekans
Næsta greinSelfoss gaf eftir í seinni hálfleik