Skotið á sumarhús í Fljótshlíðinni

Eigandi sumarhúss í Fljótshlíðinni hafði samband við lögreglu í síðustu viku og grunaði að skotið hafi verið á bústað hans.

Lögreglan á Hvolsvelli fór á staðinn og rannsakaði málið. Staðfest er að um skot var að ræða úr stórum riffli eða .30 cal. Ekki er vitað hvenær atvikið átti sér stað.

Málið er í rannsókn og lítur lögreglan atvikið alvarlegum augum þar sem skot sem þessi draga mjög langt, eða nokkra kílómetra.

Fyrri greinVantrauststillaga felld á Selfossi
Næsta greinFastir í jepplingi á Kjalvegi