Skotið úr haglabyssu á gúmmíbát

Í síðustu viku var gúmmíbátur sem var í Herdísarvík skemmdur með því að skjóta á hann úr haglabyssu.

Einnig var sex hestafla Tohatsu utanborðsmótor stolið úr bátnum.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband í síma lögreglu 480 1010.

Annars var fremur rólegt var í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku og færri voru á ferðinni um helgina heldur en undanfarnar helgar.

Tíu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í síðustu viku. Í einu þeirra hlaut ökumaður torfærubifreiðar alvarlega áverka á höfði. Það atvik átti sér stað fyrir ofan Ásabyggð á Flúðum og hefur sunnlenska.is áður greint frá því.