Skortur á nautgripum

Að sögn Guðmars Jóns Tómassonar, sláturhússtjóra á Hellu, er skortur á naut­gripum til slátrunar um þessar mundir.

,,Já, okkur vantar fleiri naut­gripi til slátrunar. Svo virðist sem þessi stærri mjólkurbú séu ekki að rækta til slátrunar og því hefur sláturgripum fækkað. Því miður hefur það leitt til þess að það er ekki nóg í pípunum hjá okkur núna,“ sagði Guðmar í samtali við Sunnlenska.

Þetta er bagaleg þróun að sögn Guðmars þar sem Sláturhúsið á Hellu gerir eingöngu út á nautgripa­slátrun á þessum tíma. Í haust er síðan folaldaslátrun í húsinu en Guðmar sagði of snemmt að segja til um hve miklu yrði slátrað þá. Hjá sláturhúsinu starfa nú 18 starfsmenn.

Fyrri greinSenda ríkinu risavaxna skaðabótakröfu
Næsta greinUpplýsingafundur á Klaustri