Skorað á sveitarfélögin að hafna námuvinnslu

Tryggvi afhendir Einari undirskriftarlistana. Ljósmynd/Aðsend

Í haust stóð Landvernd fyrir undirskriftarlista þar sem skorað var á sveitarstjórnir Mýrdalshrepps og Ölfuss að hafna námuvinnslu á Mýrdalssandi og í Þrengslum, með tilheyrandi mengandi efnisflutningum og náttúruspjöllum.

„Veruleg mengun og truflun hlytist af á Suðurlandi þar sem ætlunin er að opna stórar námur fyrir veðri og vindum. Innviðir á Suðurlandi eru ekki byggðir til að þola stöðuga umferð þungaflutningabíla, auk þess sem umferðaröryggi yrði ógnað. Ekki hefur verið sýnt fram á ávinning samfélagsins af námuvinnslunni,“ segir í áskorun Landverndar.

Alls skrifuðu 2.762 manns undir áskorunina og afhenti Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, fulltrúum sveitarfélaganna tveggja undirskriftirnar nýverið. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps og Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri fjármála-, stjórnsýslu- og menningarsviðs Ölfuss, tóku við undirskriftunum.

Tryggvi afhendir Söndru Dís undirskriftarlistana. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinJólahátíðin í Sveitarfélaginu Árborg
Næsta greinSkúli mætir með Stóra bróðir