Skorað á stjórnvöld að standa vörð um starf HNLFÍ

Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði. Ljósmynd/Aðsend

Fertugasta landsþing Náttúrulækningafélags Íslands samþykkti einróma áskorun til stjórnvalda að standa vörð um það mikilvæga endurhæfingarstarf sem fram fer hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Í áskoruninni segir að tryggja verði réttlæti og jafnræði við úthlutun fjármuna til endurhæfingarmála á Íslandi, þannig að það mikilvæga endurhæfingarstarf sem fram fer hjá Heilsustofnun beri ekki áfram skarðan hlut frá borði, eins og verið hefur mörg undanfarin ár.

Fyrri grein250 milljónir króna til rannsóknarborana í V-Skaftafellssýslu
Næsta greinNeðri-Háls og Biobú hlutu viðurkenningu fyrir lífræna framleiðslu