Félagsfundur í Framsóknarfélagi Árborgar, sem haldinn var 15. janúar skorar á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum.
Áskorun þessi var samþykkt á fundinum en kosið verður um nýjan formann Framsóknarflokksins á 38. flokksþingi Framsóknar sem boðað hefur verið til helgina 14.-15. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica í Reykjavík.

