Skora á sveitarstjóra og ráðherra að finna lausn á máli Tryggva

Nú um mánaðamótin fór af stað undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og heilbrigðisráðherra að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva Ingólfsson.

Tryggvi hefur átt sitt heimili í rúm 11 ár að hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli eftir sviplegt slys. Hvonum var óvænt meinaður aðgangur þangað að nýju eftir að hafa verið útskrifaður af lungnadeild LSH fyrir 10 mánuðum síðan.

„Við teljum brotið á mannréttindum Tryggva og gerum þá kröfu til sveitarstjóra Rangárþings eystra og heilbrigðisráðuneytis að fara eftir lögum og greiða götu Tryggva aftur heim og það sem allra fyrst,“ segja ábyrgðarmenn undirskriftalistans.

Barátta Tryggva og fjölskyldu hans hefur vakið mikla athygli en Tryggvi varð annar í kjörinu á Sunnlendingi ársins á sunnlenska.is á síðasta ári.

Undirskriftarlistinn verður opinn til 1. mars á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Þegar þetta er skrifað hafa um 1.400 manns skráð sig á listann.

Fyrri greinHamar svaraði of seint fyrir sig
Næsta greinManni bjargað úr fjörunni við Þorlákshöfn