Skólastjórinn segir upp

Í Kerhólsskóla.

Sigmar Ólafsson, skólastjóri Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, hefur sagt starfi sínu lausu og hættir formlega um áramótin.

Um leið og sveitarstjórn þakkaði Sigmari fyrir störf í þágu skólans á síðasta fundi sínum var samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að semja við starfsmenn stofnunarinnar um stjórnun það sem eftir er af skólaárinu.

Auglýst verður eftir stjórnendum í Kerhólsskóla á vordögum.

Fyrri greinIngibjörg Erla taekwondokona ársins
Næsta greinFækkað um fjögur rými