Skólaskrifstofu Suðurlands lokað um áramót

Búið er að tilkynna starfsmönnum Skólaskrifstofu Suðurlands að henni verði lokað um áramót.

Á fundi fulltrúa aðildarsveitarfélaga skólaskrifstofunnar, utan Árborgar, sem haldinn var á Hvolsvelli í síðustu viku var ákveðið að stokka upp starfsemina og munu þau sveitarfélög, sem eftir stóðu að skrifstofunni eftir að Árborg klauf sig þaðan út, taka upp samstarf í tveimur einingum; annarsvegar sveitarfélögin í Árnessýslu og hinsvegar sveitarfélögin í Rangarvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.

Eftir því sem næst er komist hafa þrír starfsmenn Skólaskrifstofunnar þegar sótt um starf hjá fræðslusviði Árborgar.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinDrama í Hveragerði – Ægir tapaði í Sandgerði
Næsta greinHjóla 100 kílómetra í góðgerðarhjólreiðum