Skólahlaupi frestað vegna blámóðu

Gasmengun frá Holuhrauni hefur verið umtalsverð víða á landinu undanfarna daga. Í gærkvöldi mældust há mengunargildi á Kirkjubæjarklaustri og víðar á Suðurlandi.

Búast má við svipuðu ástandi í dag. Um klukkan 2 í nótt mældist mengunartoppur í Hveragerði upp á 2400 míkrógrömm á rúmmetra og loftgæðin voru slæm fyrir viðkvæma fram eftir morgni. Af þeim sökum var Norræna skólahlaupinu í Vallaskóla á Selfossi frestað í morgun.

Mælingar á brennisteinsdíoxíði eru á 22 nettengdum mælistöðvum víða um land og má nálgast upplýsingar um styrk SO2 á www.loftgædi.is , auk þess eru 24 mælar sem eru ekki nettengdir og því ekki hægt að streyma mæligögnum samstundis á vefinn. Þeir mælar eru vaktaðir og þegar gildin gefa til kynna hækkandi SO2 styrk er almenningi tilkynnt um það.

Það er Umhverfisstofnum sem fylgist með styrk SO2 á landinu og er fólk hvatt til að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis, Umhverfisstofnunar og almannavarna um áhrif SO2 á heilsufar og viðbrögð. Einstaklingar sem telja sig finna fyrir óþægindum af völdum SO2 mengunar eru hvattir til að hafa samband við heilsugæsluna.

Á vef almannarna um eldgosið er hægt að nálgst upplýsingar um loftgæði og annað varðandi upplýsingar um loftgæði.

Þá hefur Veðurstofan hannað sérstakt skráningarform og getur almenningur látið vita af brennisteinslykt vegna eldsumbrotanna í Holuhrauni http://www.vedur.is/skraning_brennisteinsmengun/

Fyrri greinHöfuðborgin og hestamennskan
Næsta greinSelfossbíó og Rauða húsið