Skólahald raskast í dag

Mælst er til þess að foreldrar nemenda við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri haldi börnum sínum heima þar til veðrinu slotar og skilaboð koma frá skóla. Skólahúsin eru opin ef einhver börn mæta.

Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands eiga ekki að mæta í skólann í dag en vegna veðurs verður fjarkennsla í skólanum í allan dag.

Skólaakstur úr dreifbýli í Sunnulækjarskóla á Selfossi mun tefjast og verður staðan tekin á milli klukkan 8 og 9 til að ákveða framhaldið.

Leikskólinn Krakkaborg í Flóahreppi opnar ekki fyrr en klukkan 10.

Skólabílar í Flóahreppi munu ekki keyra í Flóaskóla.

Fyrstu tvær ferðir Árborgarstrætós falla niður í dag vegna veðurs.

Skólabílar Hvolsskóla á Hvolsvelli fara ekki strax af stað og verður staðan tekin um klukkan 9.

Fyrri greinHellisheiði og Þrengslum lokað
Næsta greinFSu orðinn UNESCO skóli