Skógræktin hvetur fólk til þess að knúsa tré

Brynja Hrafnkelsdóttir og dætur hennar knúsa aspir í Hveragerði. Ljósmynd/Skógræktin

Skógræktin hvetur landsmenn til að leita huggunar gegn veirufárinu með því að knúsa tré.

„Reynið, og þið munuð finna!“, segir í frétt á heimasíðu Skógræktarinnar þar sem sjá má myndir af starfsfólki Skógræktarinnar og aðstandendum þeirra við þessa nytsömu iðju.

Trjáknús er heilandi og læknandi athöfn
Á þessum erfiðu tímum þegar kórónuveiran hrellir þjóðina, aðskilur fólk og bælir niður þjóðfélagið erum við beðin að forðast nánd og snertingu. Knúsin við annað fólk verða að bíða. En þá er gott tækifæri til að upplifa gott knús við tré. Trjáknús er heilandi og læknandi athöfn.

Gætið þess að knúsa ekki bara augnablik. Takið utan um tréð og bíðið þangað til þið farið að finna hvernig lífsmagnið fer að streyma í ykkur úr trénu.

Trjáknúsarar allra landa sameinist!

Fyrri greinHSU mun létta undir með Landspítalanum
Næsta greinMikið tjón á Efra-Seli eftir eldsvoða