Skógargöngur í Þrastaskógi

Í ár eru 100 ár síðan að ungmennafélagar eignuðust Þrastaskóg í Grímsnesi. Af því tilefni bíður UMFÍ í skógargöngur öll þriðjudagskvöld í júlí.

Fyrsta skógargangan var farin í síðustu viku en í kvöld mun Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur, leiða gönguna og fjalla um lífið í skóginum.

Þriðjudaginn 19. júlí mun Örn Óskarsson, líffræðingur, fjalla um fuglana í skóginum og þriðjudaginn 26. júlí fjallar Hreinn Óskarsson, skógfræðingur, um skóga og skógrækt.

Allar skógargöngurnar taka u.þ.b. klukkutíma og hefjast klukkan 20:00 við veitingarhúsið Þrastalund.