Skógarganga í Hellisskógi í dag

Í dag, miðvikudaginn 2. apríl verður skógarganga um Hellisskóg á Selfossi í tilefni af Leyndardómum Suðurlands. Gangan hefst kl. 17:30 og stendur í klukkustund.

Þátttakendur hittast við bílastæðið í skóginn. Björgvin Eggertsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss hefur umsjón með göngunni.

Hellisskógur er útivistarsvæði Selfyssinga og skógrækt, og liggur landið allt frá Biskupstungnabraut niður að norðurbakka Ölfusár. Þar liggur forn ferjustaður yfir þessa straumþungu á.

Klæðnaður í samræmi við veður í göngunni. Stefnir í flotta göngu enda er gróðurinn að byrja að taka við sér í skóginum.

Fyrri greinSigurður Eyberg í Ægi
Næsta greinSkjálftavirkni gæti aukist