Skoða uppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri

Íþróttahúsið á Stokkseyri. Ljósmynd/Aðsend

Bæjarráð Árborgar ákvað á fundi sínum í gær að endurskipa í starfshóp um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri.

Þetta er gert að tillögu frístunda og menningarnefndar sem lagði til við bæjarráð að skipaður yrði vinnuhópur sem fyrst.

Hópinn skipa Sveinn Ægir Birgisson D-lista, Þórhildur Dröfn Ingvadóttir D-lista og Herdís Sif Ásmundsdóttir S-lista en með þeim munu starfa sérfræðingar af mannvirkja- og umhverfissviði og fjölskyldusviði, ásamt hagsmunaaðilum úr nærsamfélaginu eftir þörfum.

Fyrri greinEnn einn vinnuhópurinn stofnaður
Næsta greinMatland segir söguna á bak við framleiðsluna