Skoða stórfelldan jarðefnaútflutning

Fyrirtækið Eden ehf. hefur spurst fyrir um lóðarmöguleika í Þorlákshöfn og óskað eftir tilboðum í hafnargjöld.

Félagið er með námaleyfi í Lambafelli og Sandfelli auk vinnsluleyfis í Vatnsskarði. Það hefur flutt út nokkurt magn af jarðefnum í gegnum Hafnarfjarðarhöfn en skoðar nú möguleika víðar, meðal annars með það í huga að flytja út mikið magn jarðefna.

Að sögn Eiríks Ingvarssonar, eiganda Eden ehf., er félagið að skoða þrjár hafnir nánar en auk Þorlákshafnar eru það Hafnarfjarðarhöfn og Helguvík en félagið á einnig námaleyfi á Reykjanesinu.

Fyrri greinFallið blasir við Hamri
Næsta greinVinna að deiliskipulagi á Gaddstaðaflötum