Skoða sandútflutning til Hollands

Verið er að skoða hvort það geti verið fjárhagslega hagkvæmt að flytja út sand úr Ölfusinu til Hollands.

Að sögn Hannesar Sigurðssonar að Hrauni II í Ölfusi er boltinn núna hjá Hollendingum en fulltrúar þeirra hafa komið tvisvar til landsins til að fara yfir málið.

„Þeim líkar sandurinn vel en það strandar á fraktinni,“ sagði Hannes en eins og málin líta út núna er kostnaður af flutningunum um 60 til 70% af verðmæti farmsins. Að sögn Hannesar hafði verið rætt um að senda út einn til tvo tilraunafarma en hann sagði óvíst hvort af því yrði. Hver farmur yrði um 5.000 tonn og er ráðgert að skipa honum út frá Þorlákshöfn.

Fyrri grein„Erfitt að kyngja þessu“
Næsta greinSkoða samstarf í brunavörnum