Skoða viðbrögð við úrsögn Árborgar

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi ætla að hittast í dag á fundi til að ræða viðbrögð við úrsögn Sveitarfélagsins Árborgar úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Fulltrúar Árborgar hafa ekki verið boðaðir á fundinn, sem haldinn verður á Þingborg í Flóa.

Ýmsar sveitarstjórnir á Suðurlandi hafa látið í ljós óánægju sína með úrsögnina og bókað um hana á fundum sínum undanfarna daga og vikur.

Ari Thorarensen, forseti bæjarstjórnar Árborgar, segist vissulega hafa orðið var við þessa óánægju, en segir hana misjafnlega mikla. „Sumir líta á þetta sem ákveðið tækifæri,“ segir Ari. Hann segist ekki líta svo á að í orðum annarra sveitarstjórnarmanna felist hótanir um að dregið verði úr samstarfi á öðrum sviðum.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinDómnefndin valdi Aragrúa í úrslit
Næsta greinTíu milljónir í viðhald húsnæðis