Skoða útsend­ingar frá fundum bæjarstjórnar

Til greina kemur að senda út frá bæjarstjórnarfundum í Hveragerði á netinu. Fulltrúar A-listans í bæjarstjórn hafa lagt fram tillögu um það í bæjarstjórn.

Í framhaldi af umræðu um málið var ákveðið að fresta afgreiðslu málsins þar til kostnaður við slíkt liggur fyrir og tæknileg útfærsla hefur verið skoðuð.