Skoða samstarf í brunavörnum

Hugmyndir eru uppi um samstarf sveitarfélaganna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum í bruna­málum. Lúta þær jafnframt að samstarfi um slökkviliðsstjóra í fullu starfi.

Fulltrúar Ásahrepps, Mýrdals­hrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps munu hittast og ræða málið í dag á Hvolsvelli.